Pelabarn Nú er kettlingurinn okkar kisu orðinn 13 daga gamall en ég hef í nokkra daga haft áhyggjur af að hún væri ekki að mjólka nóg fyrir hann. Mér fannst hann vera vælinn og órólegur og ekki vera að stækka nógu mikið. Ég fór því að vigta hann 8 daga gamlan og eftir að hann var búinn að vera 150 gr. í 3 daga, 140 fjórða daginn og 120 gr. þann fimmta setti ég hann á aukagjöf. Hann hefur líka verið að slappast síðustu dagana og mest bara legið og sofið. Varla einu sinni pípt í honum þegar maður hefur tekið hann upp.

Ég fann uppskrift að kettlingamjólk á <a href="http://www.peteducation.com/article.cfm?cls=1&ca t=1388&articleid=912">http://www.peteducation.com/arti cle.cfm?cls=1&cat=1388&articleid=912</a> og lauslega þýdd, þá er hún svona:

6 mtsk þurrmjólk
6 mtsk vatn
8 mtsk hrein jógúrt, ekki fituskert
3 - 4 eggjarauður

Ég hef svo verið að reyna að troða þessu í kettlinginn sem er ekkert rosa ánægður með þetta. Fyrsta skiptið var hann reyndar svo veikburða að hann hafði ekki orku til að mótmæla en það er orðið þó nokkuð erfiðara núna. Kisu finnst þetta hins vegar himnesk fæða og sleikir ekki bara kettlinginn í hakk á eftir heldur líka allt sem mjólkin lekur á, t.d. handklæðið sem ég hef undir þegar ég gef honum.

Ég ætla svo að skjótast í gæludýrabúð í dag og sjá hvort ég get reddað mér einhverri betri kettlingaformúlu, kannski sem hann er minna ósáttur með því það er bardagi að koma þessu ofan í hann :)