
Ég fann uppskrift að kettlingamjólk á <a href="http://www.peteducation.com/article.cfm?cls=1&ca t=1388&articleid=912">http://www.peteducation.com/arti cle.cfm?cls=1&cat=1388&articleid=912</a> og lauslega þýdd, þá er hún svona:
6 mtsk þurrmjólk
6 mtsk vatn
8 mtsk hrein jógúrt, ekki fituskert
3 - 4 eggjarauður
Ég hef svo verið að reyna að troða þessu í kettlinginn sem er ekkert rosa ánægður með þetta. Fyrsta skiptið var hann reyndar svo veikburða að hann hafði ekki orku til að mótmæla en það er orðið þó nokkuð erfiðara núna. Kisu finnst þetta hins vegar himnesk fæða og sleikir ekki bara kettlinginn í hakk á eftir heldur líka allt sem mjólkin lekur á, t.d. handklæðið sem ég hef undir þegar ég gef honum.
Ég ætla svo að skjótast í gæludýrabúð í dag og sjá hvort ég get reddað mér einhverri betri kettlingaformúlu, kannski sem hann er minna ósáttur með því það er bardagi að koma þessu ofan í hann :)