þegar hann kemur virðist það vera til að hitta mannfólkið því hann kemur bara ef kettirnir mínir eru úti. ef þau koma inn og hann er í heimsókn er bara hvæst svolítið, úr öllum áttum.
og í gær kom hann meðan malta og mingus voru úti og hann var að leika með litla dótamús sem þau eiga og svo tók gæinn bara undir sig stökk og út um eldhúsgluggann með músina í kjaftinum. pældíði!
ég hló bara eins og vitleysingur og finnst hann mest fyndinn.
og í dag þegar ég kom heim úr vinnunni hoppuðu tveir aðrir stórir og feitir kettir út um gluggan þegar ég var að koma heim. er þetta eðlilegt?
kannast einhver hér við svona gestaheimsóknir? eða býr einhver hér í norðurmýrinni og kannast við þennan kött? ég held nebbla að hann sé einhver sérstök tegund, hann er þannig á litinn.
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”