Sæl og blessuð!
Ég á í vandræðum!
Kötturinn minn, eins og flestir kettir, veiðir fugla.
Hann hefur komið með þá inn, en rétt svo inn á gang þar sem við göngum bara frá þeim á stuttum tíma.
En vandamálið er að tvisvar hefur hann komið inn með þá, farið með þá undir rúmið hjá mömmu og pabba og skilið hann þar eftir hálfétinn!
Í dag tókum við eftir fullt af fjöðrum undir rúminu, og þegar við litum undir það, var ekki bara ógeðslegur hálfétinn fugl þar! Það tók okkur heilmikinn tíma að ná hræinu. Þetta gengur ekki, þetta er ógeðslegt! Ef þið hafið lent í þessu og vitið einhver ráð, plz, segið okkur því við erum í neyð!
Kv. Hegga