Hún Matta mín sem nálgast 10 ára aldurinn hefur aldrei hætt að vera hrædd við ryksuguna jafnvel þó ryksugan hafa aldrei ráðist á hana öll þessi ár. Ef ég þarf að ryksuga þá þarf ég að passa að króa hana ekki af heldur byrja á að flytja köttinn eitthvert annað og það áður en ryksugan kemur út úr skáp. Svo hræðist hún handryksuguna náttla og moppur og þvegla, algjör mús :)
Einnig hrekkur hún upp og flýr ef opnuð er gosflaska nálægt henni, hljóðið fer eitthvað í hana. Það kemur oft fyrir að við fáum aðra hunda í heimsókn (erum með eina tík) og það þarf að loka Matthildi inni í herbergi á meðan því hún verður bæði hrædd og aggressív.

Gráni sem er rúmlega eins árs hræðist nú ekki margt. Það er þá helst ryksugan en er alls ekki jafn paranoid og Matta.

Svo má náttla ekki gleyma að báðir kettirnir eru skíthræddir við vatn, ef ég læt kranann renna í eldhúsinu þá eru þeir farnir út um leið. Versta reynsla Matthildar er þegar hún hefur þurft að fara í bað enda er það ekki gert nema á tveggja ára fresti í mesta lagi.

Endilega segið frá hvað kisurnar ykkar hræðast eða er illa við !
Góðar stundir,
IceCat