Hún getur ekki lengur hoppað inn um gluggana svo hún stendur bara og mjálmar við hurðina þanga til henni er hleift inn :)
Oft taka eigendur ekki eftir því að kötturinn fitnar fyrr en kötturinn er orðinn akfeitur eða dýrlæknirinn bendir eigendanum á það, er kötturinn kemur í dýralæknaskoðun.
Þegar þú strýkur kettinum þínum áttu að finna fyrir rifbeinunum án þess að þurfa að pressa mjög á þau en ef þú sérð rifbeinin þá er kötturinn of grannur !
Margar kisur með offitu éta kannski ekki mjög mikið, en þeir hreyfa sig líka mjög lítið.
Ég sá á heimasíðu hjá einhverjum dýralækni að Ýmis vandamál geta fylgt offitu hjá köttum eins og Þeir eiga oft erfitt með að þrífa sig almennilega og fá þá frekar húðvandamál.
Feitir kettir fá frekar þvagsteina, sem valda þvagstíflu. All offeit dýr eru í lélegri líkamlegri þjálfun og extra þyngd eykur álag á hjarta og liðamót.
Ekki megra köttinn of ört, það getur valdið lifrasjúkdómi. Megrunin ætti að vera stöðuð yfir 3-4 mánuði.
“The more people I meet the more I like my cat.”