Læður og kettlingar. Læður geta eignast nokkur got af kettlingum á ári hverju allt þeirra líf. Læður verða breima með reglulegu millibili árið um kring.
Nokkrar kattategundir þó einkum Síams og Burmar verða breima með reglulegu millibili allan ársins hring. Það tímabil sem læðurnar eru breima getur verið all misjafnt, frá 3 - 10 dögum.
Ef þær verða ekki kettlingafullar á þessum tíma líða oftast fjórar vikur þangað til nýr hringur hefst. Þetta tímabil er misjafnt milli einstaklingat og sérstaklega “orientalkynin” breima með styttra millibili.
Breima læða verður hávaðasamari og kelnari en venjulega. Hún veltir sér mikið á gólfinu og lyftir afturendanum ef henni er strokið.


Best er að láta “taka læðuna úr sambandi” nema fólk treysti sér að finna heimili fyrir allan þennan fjölda kettlinga eða er með kattaræktun.
Það má ekki gleymast að þrátt fyrir að læðunni sé ekki hleypt út heldur hún kynhvötinni og getur haldið vöku fyrir heimilsfólki svo ekki sé minnst á nágrananna :).
Breima læða grípur hvert tækifæri sem hún fær til að reyna að skreppa út sem getur leitt til stefnumóts við hverfisfressið!

*************************************************** **************
Heimildir : Dýralæknastofa Dagfinns.
******************************************** *********************
“The more people I meet the more I like my cat.”