Sælir Hugarar!

Það verða ekki sagðar fleiri sögur af kisubörnunum kátu í bili, Snjólfur er týndur. Við búum í Gnoðarvogi 22 og hann týndist milli 13:30 og 15:00 í dag, sunnudag. Hann er mjög hræddur og taugaveiklaður lítill kisi svo það er ekkert víst að hann svari kalli. Hann svarar eiginlega bara Ingólfi svo ef einhver skyldi sjá hann hérna í nágrenninu væri best að hringja bara í okkur, símanúmerin eru 568-1183 og 862-5566. Snjólfur er grár og brúnbröndóttur með hvítt nef, bringu og maga og í hvítum sokkum. Hann er geldur og eyrnamerktur en tók af sér ólina í gærkveldi svo hann er ólarlaus. Hann er 7 mánaða. Nikkí er alveg miður sín og mjálmar og mjálmar.

Með von um jákvæða svörun,

Ína, Ingó og Nikkí.