Hann Lilli er týndur.
Hann Lilli hvarf frá heimili sínu að Garðavegi 11, Hafnarfirði þann 29. ágúst síðastliðinn. Hann er hreinræktaður síams en albínói og því skjannahvítur með himinblá augu. Hann er mjög mannelskur og talar (mjálmar/vælir) mikið. Hann er ómerktur og ógeldur og ekki vanur því að vera svo mikið úti. Hann er frekar heimakær og er aldrei lengi í burtu í einu. Hann er 1 ½ árs gamall. Hans er mjög svo sárt saknað og hefur heimilislífið hreinlega ekki verið það sama síðan að hann hvarf. Hvarf hans gæti heldur ekki hafa komið á verri tíma því í gærmorgun dó amma mín (sem var orðin háfullorðin) og maður er ekki beint að meika allan þennan pakka. Ég sakna hans alveg gífurlega mikið og allar upplýsingar væru vel þegnar í síma 659-6644, ég heiti Ragnhildur og fundarlaunum er heitið þeim sem finnur köttinn.