
Hann fer alveg út hjá mér, og eftir hann fór að stækka hef ég haft svolitlar áhyggjur af því að hann færi kannski að veiða fugla og mýs og sérstaklega ef hann myndi nú koma með þetta dautt inn, alveg eins og kettir systur minnar gera alltaf.
Ég gat því ekki annað en hlegið þegar ég fór á fætur einn morgunin og fann einn svartan fingravettling liggja á miðju stofugólfinu. Mig grunaði auðvitað strax köttinn og henti svo bara vettlingnum. En nokkrum dögum seinna kom ég á fætur og fann annan vettling, að þessu sinni lítinn, bleikan barnavettling. Svo kom ullarvettlingur, svo leðurhanski og loksins kom hann inn eitt kvöldið þegar ég sat í stofunni, og með heila lúffu í kjaftinum!!!!
Lagði hana voða pent fyrir framan mig og leit á mig voða stoltur.
Greyið, hann er auðvitað að koma með þetta handa mér, og er örugglega voða fúll að ég geymi þá ekki. En ekki skil ég hvar hann finnur þetta allt. Hann hlýtur bara að fara inn til fólks.
Hann er samt hættur þessu í bili, vonandi koma ekki mýs næst :)
Munið síðan að vera dugleg að knúsa kettina ykkar.