ég á kött, sem ég verð að segja ykkur frá. Hann heitir Pési og er kallaðu líka “Pétur” eða “köttur”. hann er nýorðinn 4 ára en hann hefur alltaf verið hjá okkur því við eigum móður hans líka.
Eftir að systkini hans fóru að heiman mátti móðir hans eki sjá af honum. Hann var um 2 ára þegar hann loksins hætti að sjúga hana. Þegar hann var um það bil eins árs fór hann að geta opnað útidyrnar. Það þótti sniðugt í fyrstu en þegar hann fór að opna fyrir hundunum á meðan enginn var heima var þetta ekkert sniðugt, við tókum þá til bragðs að snúa handfanginu og við snérum því upp. eftir tvær vikur fattaði hann hvernig átti að opna dyrnar en þegar við snerum því niður gat hann aldrei opnað útidyrnar. En hann opnar allar aðrar dyr eins og honum er borgað fyrir það.
Þegar hann er þyrstur og vatnið hans er búið tekur hann til bragðs að leggja sig í vaskinum eða baðkerinu og mjálma þegar einhver kemur að honum. Þá skrúfar maður frá og honum er alveg sama þó að vatnið fer beint á hann og hann verði blautur. En þegar hann verður svangur eða þyrstur á nóttunni kemur hann og vekur mann með því að bíta í nefið eða eyrað á manni, og það er ekki gaman að vakna við það.
Hann er mjög pjattaður köttur og vill ekki sjá kattarsand. onei, hann vill fara út og gera þarfir sínar þar, sama hversu kalt er úti.
Hann er mikil veiðikló svo að við settum á hann bjöllu. En stoppar það köttinn? Onei, hann labbar á 3 fótum og heldur um bjölluna með þeirri fjórðu.
Uppáhalds staðurinn hans er upp í rúminu mínu, þó að hann viti vel að þar megi hann ekki vera, en ekki er hægt að loka fyrir honum því að hann opnar bara! Hann ætlaði að byrja á að leggja sig í handklæðaskápnum, en hann var stöðvaður fljótt með það.
Honum finnst ekkert skemmtilegra en að stríða hundunum á heimilinu, og hann kemst líka upp með það, hundarnir vita það mætavel að þeir mega ekki elta kettina.
jæja mér datt bara í hug að deila með ykkur þessari sögu minni um hann pésa minn og þessi saga er sönn, hvort sem þið trúið því eður ei:)