Ég á kött, sem var 4 ára í maí. Hann er gulbröndóttur högni með hvítt trýni. honum var haldið eftir í goti og var ómissandi móður sinni þegar hinir kettlingarnir fóri og hann var svona 2 ára þegar hann loksins hætti að sjúga hana.
Þegar hann var u.þ.b. 1 árs fórum við að taka eftir að hann var mjög sérstakur köttur. Hann tók vel eftir þegar maður opnaði útidyrnar og ekki leið á löngu þangað til hann byrjaði að opna hurðina sjálfur. Það þótti mjög sérstakt í byrjun en þegar hann hleypti hundunum alltaf út var þetta hætt að vera fyndið. við ákváðum að snúa handfanginu og snerum því upp, en eftir svona tvær vikur lærði hann að opna dyrnar aftur. Þá snérum við handfanginu niður og hann náði aldrei að opna eftir það. eftir að við fluttum núna nýlega þá höfum við alltaf haft glugga opinn sem þau hafa farið inn og út um, en einstaka sinnum eru útidyrnar opnar og grunur leggst á köttinn.
Hans uppáhaldsstaður í öllu húsinu er rúmið mitt en ég er ekki mjög sátt við að hafa hann þar því hárlosið er svo rosalega mikið, og ekki er hægt að loka á hann því hann opnar. Oft þegar maður vaknar á morgnana og fer inn á baðherbergi liggur hann í vaskinum eða baðkarinu og mjálmar. Þá skrúfar maður frá vatninu og hann kippir sér ekkert upp þó að hann sé beint undir bununi. hann bara stendur upp og fer að drekka vatnið.
Þótt vel fullorðinn sé þá lætur hann móður sína oft þvo sér og er það ekki auðvelt verk. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að stríða hundunum okkar og honum tekst það vel. Þegar við áttum tík eina sem eignaðist hvolpa mátti enginn koma nálægt henni en Pési varð að fara á gluggakistu fyrir ofan hana og horfa niður á þau.
Pési er líka kallaður Pétur eða Köttur(frumlegt:))
Hann er mikil veiðikló svo við settum á hann bjöllu.En það stoppar ekki köttinn. Hann labbar á þremur fótum og heldur um bjölluna með þeirri fjórðu!
Hann vandi sig fljótlega af kattarsandi, honum finnst kattarsandur ógeðslegur þó að við skiptum rosalega oft,en nei, hann vill fara út og gera þarfir sínar þar.
Ég ákvað að deila með ykkur þessari sögu af kettinum mínum og hún er sönn, hvort sem þið vilið trúa því eður ei:)