Þannig er mál með vöxtum að fyrir 3 dögum þegar við vinkona mín vorum að koma heim úr vinnu fundum við lítinn kisa, blautann kaldann og svangann, út í garði hjá henni. Við tókum ræfilinn inn og þvoðum honum og gáfum honum að borða. Það fór ekki milli mála að ræfillinn hafði ekki borðað í marga daga, svo mikil var áfergjan að mér var um að sjá hann borða. Eftir það fekk hann að dúlla sér og lék sér svolítið með kettinum hennar en það var bara mest fyndið. Sá stóri elti þann litla og kom svo á flugi og hennti sér flatur ofan á hann.
Allavegana, eftir að hafa haft samband við Katthollt osfv. án þess að finna eigendur ákvað ég að halda krílinu. Hann er alveg yndislega blíður og kelinn og kemur til mans og mjálmar svona stuttu mjái eins og hæ! Bítur ekki og klórar ekki, jafnvel ekki þó ég baði hann, þó hann sé hreint ekki hrifinn.
Þá er komið að þessu,
Ræfillinn er kominn með svakalegt harðlífi og grætur og ráfar um gólf og þvílík læti á klóinu. Ég gaf honum soðin hrísgrjón sem hann er ekkert of hrifinn af en japplaði þó einhað á.
-Er einhvað fleira sem ég get gefið honum
til að mýkja upp hægðirnar hjá greyjinu án
þess þó að hann fái niðurgang?
-Svo virðist hann vera síamsblandaður bastarður.
Er það ekki rétt munað hjá mér að þeir mjálma
alveg ferlega mikið? Eða er þetta einhvað sem
venst af honum þegar hann verður öruggarri hjá mér?
Get ég vanið hann af miklu mjálmi?
-Hvenær er tími að gelda greyjið?
-Get ég séð hvort hann er með orma?
-Eru þið með einhver góð tips til að siða hann til
og bara svona almennt um hirðu hans, ferðir til
dýra o.s.f.v. ??????