Fyrir rúmum 2 árum og ríflega 8 mánuðum(30.desember)kom Pjakkur í heiminn ásamt ónefndum systkynum sínum. Fljótlega flutti hann til Gests í blokk og bjó þar í rúmlega tvö ár og var hálfþekktur köttur fyrir að fara alltaf í heimsóknir með Gesti. síðan þegar pjakkur var orðinn 2ggja ára krækti Gestur sér í kærustu og hann ætlaði að flytja til hennar í 3ggja hæða blokk þar sem gæludýr voru bönnuð. Gestur var þá í vandræðumum hvað ætti að gera við Pjakk. En þá kom frændfólk Gests, SÞ(Sameinuðu þjóðirnar/mín fjölskylda)og gerði sér ferð frá Selfossi til Reykjavíkur(sem er nú ekkert stórmál, bara 30-45 mínútna akstur)og náði í Pjakk og allt hans hafurtask. Pjakkur var frekar slappur því að hann hafð verið í árlegri skoðun hjá dýralækni og hann var svæfður í nokkra tíma. En á leiðinni heim aftur var Pjakkur vafinn í teppi sem að gestur átti og Pjakkur svaf gjarnan á. Þegar heim var komið þá setuum við allt hans hafurtask á sinn stað og tókum hann úr teppinu…sem voru mistök. Hann urraði og stökk undir sófa. Þar dvaldi hann og hvæsti er við komum mjög nálægt. Eftir margra klukkustundir(aðallega hjá mér) með„kiskis“og„dsds“og nokkrum dögum seinna færði hann sig undir nærliggjandi borð þar sem var dúkur sem hann gat séð í gegnum en ekki við. En þá brugðum við upp því ráði að koma upp video cameru undir dúkinn svo að við gætum fylgst með honum. Við tengdum video cameruna við tölvu til að fá stærri skjá. En eftur rúma viku fór hann nú loks að sættast við okkur og flutti sig undir rúmið mitt þar sem að við gátum klappað honum(það er smá bil á milli rúmsins og veggarins því að það er ofn fyrir)en eini gallinn var að hann var bara á flakkinu á öðrum stöðum í húsinu á morgnana og seint um kvöld. En svo fór þetta að breytast og hann fór að verða eðlilegur köttur sem Pjakkur prins af Kattistan(nickname)eða bara Kisi(nickname#2). En einn dag týndist hann og við héldum að hann væri alveg horfinn. En tveim vikum seinna fórum við að finna skrýtið hljóð eins og einhver væri að banka í vegginn. Um kvöldið(nokkrum tímim eftir að krafsið byrjaði)þá heyrðum við krafs á dyrunum og við opnuðum þær og…viti menn. Þar var Pjakkur með nágrannaköttinn við hliðina á sér. Nágrannakötturinn fór en við hleyptum Pjakki auðvitað inn. Þetta kvöld þurfti bara að horfa á hann svo að hann byrjaði að mala og nudda sér utan'í mann. Enginn veit hvert hann fór eða hvað gerðist, en eitt er víst:Pjakkur er alveg ótrúlegur köttur!
Ég veit ekki hvernig þið ímyndið ykkur útlit hans en til að þið vitið það þá er hann grábröndótt blanda af Oci-ketti og síamsketti.
Þið ráðið hvort þið trúið þessari ævisögu eða ekki, en hún er sönn.