Jæja, þar sem að ég er hálf græn í kattamálum þá er ég með nokkrar spurningar sem hafa verið að safnast upp í hausnum á mér undanfarna mánuði og mig langar að vita hvort að einhver þarna geti hjálpað mér smá með kettina mína.


*Pæling númer eitt

Ég á eins árs læðu, og 4 mánaða kettling sem ég fékk fyrir ca 2 mánuðum síðan.
Þeim kom hræðilega illa saman til að byrja með, slógust allan daginn, en það er allt gleymt og grafið núna, þær eru voða góðar vinkonu, kúra saman og svona.
Það sem ég hef áhyggjur af ef það að litla læðan fer á spena hjá þeirri eldri, sem er ekki mamma hennar, og sú eldri leyfir henni það!
Það er engin mjólk í henni, og þessir spenar hennar eru nú ósköp litlir og aumingjalegir eitthvað, get ekki ímyndað mér að sú litla fái eitthvað “kikk” út úr því að vera að sjúga þetta.
Sú eldri fór að leyfa henni þetta þegar hún var að breima fyrir 2 vikum, og hefur haldið áfram að leyfa henni þetta síðan.

Á ég að stoppa þetta ? Er þetta eðlilegt ?

*Pæling númer tvö

Kettlingurinn minn vill ekki leyfa mér að snerta sig og ég tek það frekar nærri mér.
Þetta er mjög fjörug og forvitin læða, og ég hef aldrei verið vond við hana á neinn einasta hátt, og veit að það var farið mjög vel með hana þegar hún bjó ennþá með mömmu sinni og systir.
Læðan vill ekki sjá það að ég klappi henni, hún leggst upp í rúm hjá mér til fóta ef ég er þar, en það er allt sem gerist.
Ég hef verið að reyna að gefa henni ostbita og smá skinku úr hendinni, og hún tekur við því, en vill ekki sjá mig meira.
Get ég eitthvað gert til að hæna hana frekar að mér ? Eða lagast þetta kannski þegar hún eldist.
Mér finnst ægilega leiðinlegt að hún sé svona hrædd við mig, og alla á heimilinu (er með 2 börn og á mann)
Börnin láta kettina alveg í friði ef þeir vilja ekki láta klappa sér, og skilja það að það á ekki að elta þá eða hrekkja, þannig að ég held að það sé ekki málið hérna.
Þannig að já .. HJÁLP!!!

*Pæling númer þrjú

Kattapillan ..
Eldri læðan breimar á 2 mánaða fresti, og ég er komin með hundleið á þessum látum í henni, hún er inniköttur og ég þarf því ekki að vera að hafa áhyggjur af því að hún verði kettlingafull.
En ég hef heyrt að kattapillan valdi krabbameini ? Er eitthvað til í því …
Og annað, hvenær í tíðarhringnum má byrja að gefa þeim pilluna ?

*Pæling númer fjögur

Getur verið að köttum sé illa við óléttar konur ?
Síðan ég varð ólétt þá hefur eldri læðan mín verið að “fjarlægjast” mig.
Áður en ég varð ólétt þá kúrði hún oft hjá mér yfir sjónvarpinu, og var alltaf eitthvað að atast í mér og vera góð. En núna þá vill hún varla sjá mig, en vill samt alveg láta kela við sig og klóra, en þá verð ég að koma til hennar og leita eftir því að fá að klóra henni.
Ég er bara að spá í þessu af því að kettlingurinn er ekkert hrifinn af mér heldur 
Ég er farin að halda að þær hati mig hreinlega stundum *búhú* eins og ég er nú hrifin af þessum krúttum mínum.

Jæja, ég veit að þetta var alltof langt og leiðinlegt hjá mér ..
Ég vona að einhver geti gefið mér einhver ráð

Kærar þakkir, Zallý
———————————————–