Þetta birtist á www.mbl.is þann 30.07.2002
___________________________________________ ______________________
Köttur lét vita af sér í hátalarakerfi
Köttur, sem var fastur inni í mosku í hollenska bænum Sneek, lét vita af vandræðum sínum með því að mjálma í hátalarakerfi sem venjulega er notað til að kalla trúrækna til bæna.
Kettinum, sem lokaðist inni í moskunni eftir hefðbundnar föstudagsbænir, tókst að kveikja á hátalarakerfinu og heyrðist mjálm hans við tyrkneska tónlist um alla miðborgina.
Eigandi kattarins þekkti mjálmið og lét lögreglu vita á laugardaginn en ekki tókst þó að frelsa köttinn fyrr en lykill að moskunni fékkst á sunnudag.
_________________________________________________________________
Þetta sýnir betur en flest annað hvað kisurnar okkar eru gáfaðar, sæi ekki hundinn minn fyrir mér í þessu hlutverki :)
Kveðja,
IceCat