Hvað á ég að gera???
Þannig er mál með vexti… Ég er að flytja eftir viku og á mjög gamla kisu (13 ára). Hún er samt ekki það gömul að hún sé hætt að fara út og hún er alltaf skoppandi út um allt. Þess vegna er ég dáltið hrædd um að hún eigi eftir að leyta aftur í gamla húsið mitt (ég er ekki að flytja langt). Er eitthvað sem ég get gert, ég vil helst ekki þurfa að lóga henni, þetta er blíðasti köttur sem ég hef átt og ég verð að viðurkenna þó ég segi sjálf frá að mér finnst hún með skemmtilegri köttum sem ég hef kynnst (og ég hef nú kynnst nokkuð mörgum :) Ég hef heyrt að það sé hægt að loka kisur inni í viku eða svo og þá eigi þær að venjast nýja húsinu og fara þá ekki aftur í gamla húsið. Er þetta rétt???