Hann Siggi er grábröndóttur heimilisköttur mjög stór og langur og sérstaklega þungur! 7-8 kg! áður þá átti hann bróður sem dó í fyrra þið getið lesið um það aðeins fyrir neðan. allavega áður þá voru þeir mjög vel á sig komnir og veiddu mjög marga þresti, bara þresti en síðan þegar hinn kötturinn dó þá varð Siggi algjör dekurróa og fitnaði. Undafarna mánuði hefur hann mikið verið að sækjast í pínu litlu fuglana æi þið hafið örugglega séð þá, þeir eru svona.. helmingi minni en þrestirnir. Þeir eru nefninlega svo gæfið að það er allveg hægt að standa við hliðina á þeim, þess vegna er svo auðvelt fyrir feitabolluna mína að krækja í þá, og það sem meira er hann étur þá en hann skilur fæturnar eftir!
En það gerðist nokkuð merkilegt í morgun, þegar ég vakknaði þá lá hann eins og vanalega á gólfinu og svaf, síðan kíkti ég út rigning og leiðindar veður en svo beint fyrir framan mig liggur dauður Tjaldur og þeir eru ekkert smá stórir fuglar! (ég vakna stundum við þá á nóttunni fljúga yfir húsið mitt) En ég held að þetta sé bara kattar heimsmet!
*Lifi rokkið*