Ég tel nú mig mig vera frekar mikinn dýravin, var að held frekar óþolandi barn, vildi alltaf eiga öll dýr sem urðu á vegi mínum, hvort sem það var einhver hagamús eða hestur í girðingunni hjá Gusti í Kópavogi.
En svo, gáfust mamma og pabbi upp á mér og leyfðu mér að eignast kött, þetta var þegar ég 10 ára.
Þennan kött átti ég svo í 14 ár, en svo varð ég láta svæfa hann. Belive me, það var sorgardagur.
Greyið var orðinn elliær, hann hafði lent í einhverjum raunum nokkrum mánuðum áður, og varð aldrei samur eftir það, svo ákváðu mamma og pabbi að flytja og við héldum að greyið myndi ekki meika nýtt umhverfi svo gaurinn var svæfður.
Núna bý ég einn, og vinn þannig vinnu að ég er mjög lítið heima hjá mér, kannski tvo daga í viku, þannig að ég get ekki haft neitt dýr hjá mér þótt ég vildi.
En er samt það “heppinn” að búa í hverfi þar sem margir kettir búa, og fæ ég oft einn í heimsókn, ég passa mig að eiga oftast túnfisk eða sardínur til að gefa honum, og það er oft gaman þegar ég kem heim og kötturinn er út á götu þá heilsa ég honum og hann stekkur upp tröppurnar að útidyrunum mínum og vill fá eitthvað að éta.
Þetta er fín aðferð fyrir fólk sem getur ekki hugsað almennilega um þessi dýr, að taka eitt í fóstur, veit nú samt ekki hvort eigundunum myndi líka þetta eitthvað, en hei, matarreikningurinn hjá þeim hlýtur að lækka eitthvað.
En við erum allavegna orðnir ágætis vinir, hann fær sér gott að borða, skoðar pleisið, slappar svo örlítið af, og fer svo út.
Ekki ósvipað seinasta sambandi mínu :) fyrir utan kynlífið. og hárin…. :))