Fyrir um 2 mánuðum þá ættleiddi ég norskan skógarkött að nafni Óðinn Víkingur Stanleys. Það gekk allt vel í fyrstu en núna í seinni tíð þá er heimilislífið ekki alltof gott. Ég tók mér sumarfrí stuttu eftir að kötturinn kom og þá var lífið dans á rósum. Hann er mjög kelinn og við urðum ágætis vinir snemma. En svo þegar ég byrjaði að vinna aftur þá varð hann ekki sáttur. Hann hefur mótmælt mér með því t.d. að skíta á gólfið og þegar ég kem heim úr vinnunni þá lætur hann mig elta sig að skítnum og mjálmar svo innilega. Ég held að hann sé stundum að hóta mér :)
Grínlaust þá er þessi köttur það viðkvæmur að hann þarf að hafa einhvern sem er heima mestallan daginn og er tilbúinn að knúsa hann mikið og sýna honum mikla athygli. Hann er krúttlegasti kisi sem ég hef séð, svartur og hvítur. Myndin fyrir ofan er af honum þegar hann var kettlingur, ég á því miður ekki nýrri mynd. Hann er 8 mánaða, geldur, búinn með allar sprautur, nýormahreinsaður, ekki með maur í eyrunum, innikisi sem er að byrja að fara út í smá tíma í einu og ættbókarfærður. Mér þykir ofsalega sárt að láta hann frá mér því að mér þykir mjög vænt um hann en ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Vinsamlegast ekki fara að ráðleggja mér hér fyrir neðan um hvernig ég gæti mögulega lagað þetta vandamál því að ég er búin að ræða við dýralækni og ræktanda hans og búin að reyna allt.
Er einhver þarna úti sem er tilbúinn að taka hann að sér?
Ég áskil mér þann rétt að velja þessum vini mínum gott heimili svo að það er ekki neitt fyrstur hringir, fyrstur fær dæmi í gangi. Ég myndi helst vilja að hann kæmi inná heimili þar sem það er ekki köttur fyrir (né hundur) svo að hann fengi alla athyglina sem hann þarf.
Áhugasamir hringi í 867-4919
þakka ykkur fyrir
Maggý