Jæja mar þarf nú að halda þessu áhugamáli gangandi ekki satt :)
Komum nú með skemmtilegar greinar.
Eins og þið kanski flest vitið þá eignaðist Ottó systur fyrir um 3 mánuðum eða svo, systirinn er reyndar hundur en það skiftir ekki öllu. Mig langar að segja ykkur frá hvernig það hefur gengið hjá þeim að venjast hvort öðru. Til að byrja með var Sara voðalega hrifin af honum og var alltaf að stríða honum, hann vildi sko ekkert með hana hafa. En núna laumast hann til að labba framhjá henni.. hoppar svo uppí loftið, svona eins og hann gerir þegar hann vill að ég leiki við sig og bíður þar til hún eltir hann. Svo eru þau hlaupandi á eftir hvort öðru um húsið alveg hægri vinstri :)
Ef það virkar ekki þá slær hann hana svo hún byrji að elta sig :) Voðalega gaman að horfa á þau.
Ég vissi alltaf að Ottó hefði gott af því að eignast systkini.. en að það væri hundur hefði mig aldrei grunað.