Kittý fundin - orðin klikk! Hæ Hugarar.
Ein af köttunum mínum sem er búin að vera týnd í mánuð (fannst reyndar fyrir 2 vikum en strauk strax aftur) fannst í gær. Til öryggis lokaði ég hana inni í herbergi með mat og sand svo hún stryki ekki aftur. Hún var svo breytt eftir að vera á flækingi, urraði á alla hina kettina mína, líka sinn eigin kettling. Hún hljóp bara fram og aftur um íbúðina og krafsaði í gluggana og vildi bara komast aftur út.
Hún var ekki svona, hún var bara róleg innikisa sem fór stundum út að dinglast aðeins fyrir utan gluggann eða til að leika við hina kisana. Ég er svo hrædd um að hún verði ekki svoleiðis aftur :/
Ég ætla samt að þrjóskast við og halda henni inni og venja hana aftur við hina kettina. Ótrúlegt en satt, ég held hún sé ekki kettlingafull .. ég var alveg viss um að hún væri búin að leyfa einhverjum sætum fressi að hömpa sig duglega, en svo virðist nú ekki vera.
Jæja, ég ætla bara að sjá hvort hún lagist ekki með tímanum en öll ráð eru vel þegin. Haldiði að hún lagist ekki? Hún er ekkert árasargjörn eða neitt, leyfir manni alveg að klappa sér og allt það, hún er bara svo stressuð og hrædd við allt og alla.
Jæja, ég er hætt að blaðra .. takk fyrir
aphex.