Góðan og blessaðann daginn allir hugarar :)

Kettlingar fæðast allann ársins hring inn í þennann heim okkar.
Einhversstaðar verða þeir að búa í framtíðinni og þess vegna eru það einmitt við kattaunnendur sem tökum þá að okkur. Ég fékk mér kött síðasta sumar og man þá nokkuð vel hvað gera þurfti til að gera heimili fyrir hann og ætla hér með að skrifa það niður fyrir þá sem eru í kattaættleiðingahugleiðingum(langt orð).
Það sem á að vera til staðar þesar kötturinn kemur á heimilið:
-Kattamatur
-Kattamatadallur
-Kattasandur
-Kattasandkassi
-leikföng
-(Ól)

Það sem þarf að vera fyrirfram ákveðið:
-Hvar á að geyma kattamatsdallinn
-Hvar á að geyma kattasandkassann
-Hvar hann eigi að sofa á nóttunni
-Hver eigi að passa hann ef viðkomandi fer í burtu
-(Nafn, þarf ekki að vera fyrirfram ákveðið)

Það sem þú þarft vera viðbúinn:
-Kötturinn er að koma frá öðru heimili, öðru fólki og hefur verið tekinn hann frá mömmu og systkinum. Maður þarf að gefa hunum tíma að venjast nýja heimilinu
-Að vaka yfir honum
-Að hann pissi og/eða kúki einhversstaðar inni hjá þér
-Að hann verði alvarlega veikur
-Að hann týnist og/eða lendi fyrir bíl

Vertu aðeins búin(n) að kynna þér aðstæður heima fyrir, hvort köttur geti búið þar og þannig. Vandaðu valið á kettinum, fylgstu með hvernig hann leikur sér, hreyfir sig og lætur, hvort hann sé ljúfur eða hvassur, rólegur eða leikinn.
Mundu að þú ert að taka að þér nýann fjölskyldumeðlim sem þarf ástúð og umhyggju og finnur til alveg eins og við.
Ef ég gleymi einhverju hérna fyrir ofan megiði bæta því við.

Gangi ykkur vel með nýja heimilisfélagann!

Kveðja,
Hegga