Jæja, það hefur iðnaðarmaður komið á daginn áð setja upp neyðarútgang inni í húsinu,, ég vinn mína 8-5 vinnu og kem svo heim í gær og finn köttinn ekki, kalla á hana, set mat í skál,, ekkert svar… Læðan er inniköttur og enn í fullu fjöri hvað varðar kynhliðina,, svo hún fær ekekrt að fara út,,, Mér datt það fyrst í hug að iðnaðarvitleysingurinn hefði skilið eftir opið út og kisan horfin…
Í morgunn vaknaði ég fór á fætur,, og mæti kisu frammi á gangi,,, hún læðist meðfram veggjunum eins og draugur, er hálflíflaus þegar ég tek hana upp (hún er nær aldrei sátt við að vera tekin upp og spennist upp) færist undan ég strýk henni,,,, svo við minnsta hljóð stekkur hún inná bað og felur sig inni í bilaðri þvottavélinni sem er búið að opna að aftan…. Ég man það þá að baðherbergishurðin var lokuð þegar ég kom heim,,, sjálfsagt hefur iðnaðarfjandinn níðst eitthvað á henni og lokað innni… Læðan á það til þegar leikur er í henni eða ef hún er hrædd að höggva til ókunnugra þegar þeir koma með hendurnar nær, og er með hvassar klær… Spurningin er hvort iðnaðarmaðurinn hafi brugðist eitthvað fram úr hófi harkalega við slíku…
Kötturinn hefur aldrei látið svona, og ég ætla að reyna að ná tali af iðnaðarfjandanum…
—–