Úff…

Systir mín var að fá kettling, pínulitla og feita dúllu. Hún er hvít með bröndóttum flekkjum. Hún sá auglýsingu einhversstaðar og kíkti á kettlingana.

Og fólkið sem átti þá spurði þau ekki um neitt og virtist vera alveg sama hvert kettlingurinn færi. Svo sögðu þau að læðan þeirra væri svo ofsalega dugleg, hún væri búin að eignast kettlinga fjórum sinnum og síðustu tvö got voru bara með 3ja mánaða millibili!!

Ég bara spyr hvað er að svona fólki???

Mér finnst þetta alveg hræðilegt! Að það skuli vera til fólk sem lætur læðuna sína alltaf vera að gjóta kettlingum. Auðvitað geta alltaf orðið slys. En varla fjórum sinnum. Og ég spyr ykkur mynduð þið ekki reyna að tryggja það að allir kettlingarnir fengju góð heimili?

Þessi litla læða sem systir mín fékk á eftir að hafa það mjög gott og hefði ekki getað fengið betra heimili. En það er ekki fyrri eigendum að þakka.

Kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”