Eins og svo marga aðra dreymdi mig alltaf um það þegar ég var lítil að eiga hund og kött sem væru bestu vinir. Ég hef lengi átt hunda en eftir að ég flutti að heiman fór ég í kettina. Nú á ég yndislega þriggja mánaða læðu sem heitir Malta. En mamma og pabbi eiga tvo stóra (labrador og collie) hunda og eina kanínu.
Þar sem Malta litla er svo dekruð þá fær hún að sjálfsögðu að koma með í heimsókn til mömmu (og eru hundarnir lokaðir inni á meðan). Þetta eru rosalega blíðir og góðir hundar en ég er svo hrædd um að kisa tryllist úr hræðslu við að hitta þá, því ef þeir gelta, deyr hún næstum úr hræðslu.
En um daginn ákváðum við mamma að kynna Möltu fyrir Birtu(kanínunni). Og Malta var alveg skíthrædd og hvæsti og hvæsti á kánínugreyjið sem bara glápti á hanna og skoppaði í burtu. Við mamma veinuðum af hlátri en kisu var ekki skemmt. Hún vildi bara fara.
Hefur einhver hér reynslu af því að hundum og köttum og jafnvel kanínum líki við hvort annað? Er hægt að kenna kisu að umgangast hundana?
kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”