Pétur varð hinn mesti myndarköttur, en lagðist svo í villikattarskap og var lengur og lengur úti.
Fyrir meira en ári síðan, fór Pétur á sinn vanalega leiðangur um vesturbæinn, en snéri ekki aftur.
Ég saknaði hans mikið en sætti mig síðan við það að hann væri farinn. Pabbi minn hitti hann þó oft þegar hann skokkaði.
En svo bar til í byrjun apríl, í kringum ferminguna mína að Pétur ákvað að láta sjá sig … Hann kom bara si svona og andaði á gluggann okkar.
Hann kom og fór í þrjá daga, borðaði og svoleiðis, en hvarf síðan aftur.
"Þegar maður leikur við köttinn sinn … Hvernig veit maður hvort maður er að leika við köttinn eða kötturinn að leika sér að þér? <br>