Sæl veriði!

Ég á eitt stikki fress sem er að verða eins árs núna eftir mánuð.
Það er svo fyndið stundum hvernig hann stendur fyrir framan hurðina að þvottahúsinu ( þar sem hann fer altaf út um gluggann) veinandi um að fá að komast út, út í náttúruna að leika sér við blómin. Við héldum að þessi endalausa löngun mundi minnka eftir að hann var geldur en það gerði hún alls ekki. Í dag, 1. maí sat sat hann úti í garði í sólbaði, velti sér í moldini og reyndi að fá smá ,,lit" á kroppinn. Ég hleypi honum ekki altaf út því stundum er klukkan margt og allir ætla í bólið. Hann vill samt oftast fara út á kvöldin og maður er orðinn nokkuð vanur að heyra þetta hérna…mjááá……
Úti gerir hann ekki mikið annað en að leika sér, hlaupa um og veiða hluti á ferð. Stundum hittir hann kattarvinina sína sem hann heldur sig nú oftast í hæfilegri fjarðlægð frá en fylgist með hverju einasta skrefi sem þeir taka. Hún er furðuleg, þessi löngun katta um að komast út. Hvað ætli veki áhugann á því að hlaupa um í kalda veðri Íslands? Ég er viss um að ég mundi ekki nenna því.
Það eru líka margir kettir sem villast í þessum stóra heimi og sumir koma aldrei aftur heim. Þess vegna fylgist ég ákaft með honum kisa mínum og kalla á hann þegar hann er búinn að vera úti í einhverja stund.
Ég er orðin þreytt en hann kisi er úti, það er best að fara og kalla á hann, segjið mér endilega einhverja útskýringu fyrir þessa löngun katta um útivist. Það eru nú ekki allir kettir sem eru með þessa löngun, en þeir eru nú oftast innikettir sem hafa vanist þess að verja hana.
Hvað gerir þetta að verkum?
Mjá…mig langar svo út

Kveðja,
Hegga