hæ… Hún kittý er búin að vera slæm í maganum undan farið, alveg síðan hún eignaðist kettlinga. Þetta er þó búið að fara skánandi undan farið en í gær kom ábyggilegasta mest lyktandi ræpa sem ég hef nokkurn tíman fundið lykt af, hún gjörsamlega lyktaði um alla íbúðina og það sem meira var…. að það voru gestir og mar skammaðist sín slatta alveg *heherrmmm* “ þetta er óvenju slæm lykt núna ”. En svo áðan var ég með hana hjá dagfinni dýralækni (sem btw rockar) í seinni bólu setningu og ormahreinsun og hann mælti með að ef mar er með kött með “meltingartruflanir” þá sé mjög gott að gefa þeim hrísgrjón blandað með kjúklingi/fiski því að hrísgrjónin draga í sig vökva og laga þar með hægðirnar.

Dagfinnur dýralæknir er heví góður læknir að mínu mati og með afbragðs þjónustu og gaf mér og kettinum sprautu til að ath. hvort að hægðirnar mundu lagast við hana, og á það að koma í ljós 2-3 vikum. Ég verð bara gefa honum credit fyrir þetta og um daginn gaf hann mér vinnuna við að bólusetja og orma hreinsa einn kisann minn þegar hann var í geldingu og þurfti einungis að borga auka þúsund kall fyrir vinnuna.

Hey ef þið eruð með fleiri góð ráð þá endilega látið mig vita og/eða séuð með góðar sögur um dýralæknana ykkar.

kveðja
EinarSig
http://www.simnet.is/kisur/