Sælt verið fólkið ;)

Sko, þannig er það nú að ég og vinkona mín lentum í því áðan að reyna að bjarga fugli sem var í kjaftinum á kattarskömm.
Við vorum að labba niður götuna og skyndilega heyrum við voðalegt fuglavæl og vitir menn, kom ekki köttur með fugl í kjaftinum!
Fuglin var greinilega ný veiddur þannig við ákváðum að reyna að bjarga litla lífinu hans, eða það sem var eftir af því.
Við hræddum kisa í burtu og reyndum að nálgast fuglinn en hann hoppaði alltaf áfram í burtu. Hann var líklega vængbrotinn greyið
;(
Hann var hins vegar sprellifandi, gæti verið að hann nái sér en vonandi þarf hann ekki að deyja kvalarfullum löngum dauðadag einn og vængbrotinn en ef hann er vængbrotinn kemur kisi ábyggilega aftur og tekur hann og þá deyr hann stuttum dauða allaveganna.
Þessi köttur var ekki með neina ól og því enga bjöllu.
Bjallan hefði getað bjargað grey bíbí. Ekki segja eitthvað svona comment um að ,, þetta er eðli katta" o.s.frv. því ég veit það vel, stundum getur maður komið í veg fyrir það með því að merkja þá með bjöllum, jafnvel fleiri en einni ef kisi er algjör veiðifíkill ;)
Endilega, reynið að merkja þá, fyrir ykkur ef þið týnið þeim og fyrir þá ef eitthvað kemur fyrir, og svo auðvitað fuglana ;(

Kveðja,
Hegga