Sannleikurinn er sá að Whiskas er ekkert sérlega góður kattarmatur. Ég segi þetta út af reynslu með kattarmat sem er keyptur í búðum og þegar ég skipti í kattarmat keyptan hjá dýralækni. Ég byrjaði á hills science plan (fæst hjá Dagfinni og dýralæknastofunni í Garðabæ). Eftir eina viku var strax hægt að sjá mun á köttunum. Feldurinn varð meira gljáandi, hárlos var miklu minna og flasan hvarf. Ég tók líka eftir að augun urðu meira skínandi og þeir fengu ekki lengur í magann. Hills kostar um 2000 kall pokinn (minnir að það séu 3 eða 5 kg og endist í mánuð pr. kött). Svo skipti ég aftur um fóður og fékk solid gold sem fæst hjá Helgu Finns. Hann er alveg eins góður ef ekki betri (t.d. ekki aska í honum eins og í Hills). Hann er dýrari en miklu drýgri og er ég búin að reikna það út að ég eyði 1000-1500 kr. á mánuði pr. kött þannig að ég er að eyða sama eða minna í fóðrun á kettinum mínum heldur en ef ég keypti lélegra búðarfóður. Og plúsinn er að kettinum líður betur, lítur betur út og fitnar ekki á þessu fóðri.
Prófaðu að lesa innihaldslýsingu á þessum algengasta búðarkattarmat. Hann er fullur af allskonar drasli. T.d. viðbættri dýrafitu og ekki má gleyma ösku (ash) sem er notað til að drýgja matinn en kötturinn skítur honum að sjálfsögðu beint út. Whiskas er líka svo fullt af kryddi að það brennir oft gómana á köttunum. Og hef ég séð það með eigin augum þegar ég gaf kisunum mínum eina dós af Whiskas svona til tilbreytingar, og þá tók ég eftir að gómarnir á þeim voru orðnir eldrauðir og aumir.
Ég á alveg eins von á því að fá svar frá mörgum sem vilja halda því fram að búðarmatur sé eins góður, en það er sama hvernig maður lítur á þetta. Góður kattarmatur sem maður fær hjá dýralæknum er einfaldlega betri, og þó að pokinn af þeim sé dýrari er maður ekkert að eyða meira þegar upp er staðið.