Jæja, þá er komin hundur á heimilið. Ottó er ekkert rosalega sáttur en samt voðalega forvitin, þau eru hlaupandi á eftir hvort öðru til skiftis. Ottó er rosalega vanur að vera miðpunktur lífs míns og er það í rauninni enn, en hann er samt ekki sáttur við að þurfa að deila mér líka. Ég passa mig mjög vel á því að dekstra mikið við hann, og að þeir sem komi í heimsókn tali líka við Ottó, og ignori hann ekki. Ef ég fer upp, þá kalla ég á Ottó (hundurinn kemst ekki upp stigann) og leik síðan ansi mikið við hann á líka. Þegar ég þarf að hleypa hundinum útað pissa þá passa ég mig á því að setja Ottó líka út, honum finnst nefnilega svo gaman úti. Svo ég byrja á því að Ottó út. Svo þegar við förum að sofa, þá passa ég mig á því að kalla á Ottó og setja hann í rúmið til mín, hann er samt soldið sáttur við það að hann megi sofa í rúminu en ekki hundurinn :)
Ég veit það þarf að gefa honum aðeins meiri tíma til að aðlagast hundinum og það mun koma og þeir eiga eftir að leika sér saman..
En er ég að gera eitthvað vitlaust eða getiði gefið mér eitthver góð ráð, því ég vil alls ekki að Ottó verði afprýðisamur :/