HæHæ Hugameðlimar!
Ég á kött sem að heitir Katla, kettlingalæða sem er fædd í Nóvember 2001.. og málið er.. ég fékk hana sko í jólagjöf… fyrstu vikuna var hún feiminn! En eftir það var hún bara hress og líkaði nýja heimilið… var alltaf að kúra hjá manni og mala og þannig.. en núna gerir hún það eiginlega aldrei… gæti það verið afþví við erum að leika of mikið við köttinn ? Eins og í eltingaleikjum.. þannig að alltaf þegar maður labbar að henni haldi hún að maður sé bara að reyna að fanga hana!
Einu skiptin sem að hún malar og kúrast er…
1. Þegar ég vakna á morgnana eftir margra klukkutíma svefn! Og um leið og ég opna dyrnar til að hleypa henni fram þá hættir malið og kúrið!
2. Þegar ég er að koma heim af djamminu að nóttu til eftir margra klukkutíma fjarveru!
3. Ef að hún lokast óvart inni í herbergi alein eða eithvað þannig í ágætan tíma þá malar hún oft þegar ég opna fyrir henni! :)
Semsagt hún þarf alltaf að hafa einhverja sérstaka ástæða fyrir að mala og kúrast! Hún vill aldrei mala að ástæðulausu fyrir framan sjónvarpið eða eithvað og bara kúrast!
Mun þetta kanski lagast þegar hún verður eldri, feitari og latari ?
Mamma mín er ekki að fíla þetta afþví hún malar eiginlega bara hjá mér engum öðrum! Vill bara slást við mömmsu :D
Semsagt er til eitthvað ráð til að láta hana vera meira í mal-kúr-stuði ???
Takk Fyrir :)