Jæja, ég hef ætlað að bera þetta undir ykkur fyrir löngu en bara aldrei nennt því. Ég hef nefnt þetta áður en aldrei skrifað grein. Ég ætla að segja ykkur frá sögunni hans Míó. Það var nú þannig að gæludýr hefur verið ofarlega á listanum á heimilinu í mörg ár og núna síðastliðið sumar var ákveðið að fá sér kött. Það var og hafði alltaf verið ákveðið að fá læðu því að kattaeigendur sem höfðu átt bæði kynin sögðu læðuna hressari og bara einfaldlega betri!
Jæja, þá var leitað í blaðið og við vorum heppin því í velvakandi
var einmitt verið að auglýsa 3 kisur gefins. Ég hringdi og spurði hvort þá væru með læðu. Það var kona sem svaraði og hún svaraði játandi, vildi að við kæmum endilega að skoða hana strax.
Þetta var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgina og þau voru alveg til í að afhenta hana strax því þau voru að fara út úr bænum. Þetta voru ósköp sætar litlar kisur, læða og höggni, einn var farinn. Þau sögðu þetta vera fínastu læðu og okkur leist mjög vel á hana. Við ætluðum samt ekki að taka hana strax því við áttum eftir að kaupa mat,kassa,dall og sand og við vorum auk þess ekki alveg ákveðin í að taka þessa kisu. Um þriðjudags hádegisbil fórum við svo og sóttum kisu því við höfðum ákveðið að taka hana.
Þegar hún kom heim til sín hljóp hún undir rúm og var þar í þó nokkurn tíma, kom aðeins fram ef maður lokaði inn til hennar. Strax um kvöldið var hún komin fram og byrjuð að skoða húsið.
Hún vandist okkur með tímanum og fékk nafnið Mímí. Tíminn leið og áður en maður vissi af var hún kúrandi hjá manni, malandi.
Þegar við vorum búin að eiga hana í mánuð þurfti að fara til dýralæknis til þess að sprauta og bólusetja. Allt gekk vel og hún var mjög þæg. Vinkona mín <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=sunnakr“>Sunna</a> kom með mér.
Þegar allt var búið kíkti læknirinn á …þið vitið… og sagði:,,Já, og þetta er strákur” og hélt svo áfram að skoða. Ég og Sunna sögðum auðvitað alveg hissa ,,HA??“
Jæja já, Mímí var með typpi!!! Ég var nú í dálitlu uppnámi eftir þetta en það lagaðist, þetta var nú alltf sami kötturinn! Við höfðum aldrei átt kött áður og sáum ekki punginn á honum, skrambinn sjálfur! En hann var nefndur upp á nýtt, og flestir segja það nafn betra, ég veit ekki hvort það er huggun eður ei en allaveganna fékk hann nafnið Míó. Hann er núna orðinn um 11 mánaða og hann er geldur og eyrnamerktur. Allt gengur vel og ég er nú bara nokkuð fegin að hafa ekki átt læðu því að hún <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Zaza">Alexandra</a> vinkona mín á læðu sem varð tvisvar ófrísk með ca. 2 vikna millibili!!
Þó að kettlingar séu mestu krútt þá er stundum erfitt að vera með mikið af þeim.
Hvort sem þetta var svik eða fólkið bara var ekki visst þá er Míó besti kisi(finnst mér) í heimi!!!!.
Endilega segjið mér einhverjar skemmtilegar sögur og hvort ykkur finnst þetta vera versti glæpur eða bara smá óhapp ;)
Kveðja,
Hegga