Sniðugra væri nú að láta eigandann axla smá ábyrgð, t.d. ef köttur næst við miður geðslega iðju í annara manna húsi, að grípa hann og færi í Kattholt þar sem kattareigandinn þarf að borga fyrir að leysa hann út. Auðvitað er spurning um sönnunarbyrði í þannig máli en eigendur gætu leyst málin betur með því að hafa hemil á flakki kattarins og taka úr sambandi þegar hann hefur aldur til.
Flestir eigendum þykir nú nógu vænt um krílið sitt til að forða því frá sífelldu kettlingagoti eða blóðugum slagsmálum, en þó sumir sem “hafa bara kött” og sjá ekkert um hann, leyfa honum að hálfdrepa sig á hverri nóttu og lóga honum svo ef eitthvað lítilvægt kemur uppá. Trúið mér, ég þekki dæmi þess efnis.
—–