Þegar ég var 7 ára eignaðist ég kisu og hét hún Ísabella og var þá 5 vikna og mikil dúlla ég kunni ekkert að fara með kisur og gaf henni óvart heilt fiskbúðingsstykki og hún át það eins og hún afði ekkert fengið að borða á æfinni. Og svo varð hún stærri og stærri og við fluttum heim til ömmu og afa en hún vilti ekkert með þau hafa. Og svo fluttum við hingað heim og svo þurfti hún að fara því ég fékk ofnæmi fyrir köttum.
Hún fór með frænku minni til djúpa vogs og átti heima þar og í hitt í fyrra sumar fórum við systir mín að heimsækja hana. Og svo síðasta sumar lenti hún fyrir bíl og fótbrotnaði á báðum frammlöppum og svo sama sumar lenti hún fyrir bíl og dó. Og það var sárt