Góðan daginn, gott fólk.
Ég á eins litla sæta kisu, og er hún núna nýorðin 2 ára. En þessi köttur minn er líka eitthvað smá skrýtin. Þannig er að ef einhver annar kemur heim til mín, þá verður kisan alveg brjáluð, og hvæsir og urrar og ég veit ekki hvað. Það er eins og hún vilji alls ekki að einhver annar sé að koma hingað inn. Og þetta er alveg eins með aðrar kisur, ef kisan mín sér aðrar kisur, þá urrar hún og hvæsir eins og anskotinn. Eitt sinn kom ég með mömmu hennar hingað heim. Getiði hvernig hún brást við, hún hvæst bara og ætlaði að fara að ráðast á hana!! Ég er farinn að hafa smá áhyggjur af þessu.
Er þetta eðlilegt, eru bara sumir kettir svona?
Ég vona að þið getið gefið mér einhver ráð.
Takk fyrir.