Málið er að litli kötturinn minn er nýfarinn að taka upp á því að skeina sér á mottunni á baðherberginu þegar hún er búin að nota kassann sinn. Hún sem sagt skellir rassgatinu á gólfið og gengur svo á framlöppunum þannig að rassinn nuddast við mottuna.
Ég hef aldrei vitað um svona hegðun frá ketti áður, veit að hundar gera þetta… hún var 5 vikna þegar við fengum hana þannig að mér datt í hug að kannski hafi hún ekki verið búin að læra almennilega “kattarsiði” hjá mömmu sinni þegar við fengum hana…
Þetta er frekar ógeðslegt, en auðvitað hlógum við eins og vitleysingar þegar við sáum litla dýrið koma á fleygiferð út úr kassanum, skella sér á gólfið og skeina sér svona…
Kannast einhver við svona hegðun hjá ketti ?