Jæja þá er litla dósin mín orðin 2. ára. Váts hvað tímin er búin að líða hratt. Hann er að verða gamall bara :/ Þó svo að hann hagi sér ennþá eins og pínulítill kettlingur :)
Hann fékk engan spes afmælismat greyið vegna þess að við erum að reyna að laga hárin hans. Hann fékk samt smá Harðfisk :)
Ætti kanski að segja ykkur að við komumst að því afhverju hann er farin að fara svona mikið úr hárum.. Þarna um dagin þegar hann stakk sér í steypurikið og við settum hann í bað, þá hefðum við átt að nota Dýrasjampó.. en í staðin notuðum við eitthvað lyktarlaust Ph dæmi.. Svo við skemdum sýrustigið hjá honum :/ Svo mamma keyfti Kisusjampó í fyrradag og við böðuðum hann síðan í dag (æðisleg afmælisgjöf) Þvílík öskur, vátsí! En hann varð þetta líka glansandi fínn á eftir og þvílíkt góð lykt af honum. Og alls ekkert fúll við okkur fyrir að hafa baðað hann, eltir mann bara um malandi :)
Þannig á það að vera :)