Kisan mín, Flygsa, var áðan í heimsókn. Þannig var að við fjölskyldan erum að fara norður á skíði á fimmtudaginn og á meðan ætlar hálfsystir mín að passa kisuna. Ég, mamma og yngsti bróðir minn fórum með kisu. Það var svolítið basl að vera með hana í bílnum,því hún er skíthrædd við bílinn. Loksins komum við þó á áfangastað og það var ekki annað að sjá en hún væri hæstánægð með þetta. Kötturinn hljóp um allt en fann loksins frábæran felustað, undir hjónarúminu!! Það var mjög fyndið að sjá köttinn skoða nýjan stað og hvernig hún bar sig til. Henni fannst þetta æðislegt enda var hún búin að uppgötva alla góða felustaði heima. Hún stökk upp í sófann og niður á gólf, aftur uppí sófann og uppí glugga og fór að veiða flugur.