Jæja kæru hugarar!

Nú standa málin þannig að við fjölskyldan erum væntanlega að flytja til Noregs í sumar. Við eigum einn kött og ég er að velta fyrir mér hvort það sé mikið mál að flytja hann með sér. Hafið þið einhverja hugmynd um hvernig það ferli virkar. Hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvað kostar þetta eiginlega? Er alveg öruggt að kötturinn fái að koma með okkur út? Hvað tekur þetta langan tíma? Ég yrði alveg afskaplega glöð ef einhver gæti svarað þessu og ef einhver hefur reynslu af svona dýraflutningum þætti mér gott að heyra um það. Það er nefninlega elsta dóttir mín sem á köttinn og ég veit að hún yrði voða leið að þurfa að skilja við hann, tala nú ekki um ef við neyðumst til að láta lóga honum.

Nú ef það er allt of mikið mál að flytja ketti með sér á milli landa þá vildi ég helst auðvitað koma honum fyrir á góðu heimili, en ég veit í raun ekkert hvernig ég ætti að snúa mér í því. Haldið þið að það sé einhver séns að koma fullorðnum ketti fyrir á þann hátt?

Ég vona að mér verði fyrirgefið þett spurningaflóð og að þessi “grein” njóti náð fyrir augum stjórnenda. Ég bara er farin að hafa svo miklar áhyggjur af þessu, því mér þykir nú afskaplega vænt um þetta kattarskrípi og ég veit að greinarnar fá meiri athygli en korkarnir.

Vona að einhver geti ráðlagt mér í þessum málum.

Kveðja,
GlingGlo
Kveðja,