Kisan er alveg að spjara sig fínt hérna hjá okkur, smá örðuleikar enn en hún er ekki erfiðari í sambúð en kærastinn og þá er allt í góðu… :) Hún er óð í allan mat nema sinn eigin sem hún borðar þó og hún sefur best ofan á mér. Við erum með opinn kassa og það hefur verið í lagi en gengur eiginlega ekki lengur, það er allaf sandur á gólfinu. Svona kassi með húsi/loki kostar 4000 kr lágmark, og við erum á kúpunni fram á vor, því datt mér í hug að leita á náðir kattafólksins hér á huga.is og athuga hvort einhver ætti eða þekkti einhvern sem ætti svona kassa en væri ekki að nota hann. Ég er ekki endilega að biðja um hann gefins en allavega er ég að reyna að fá hann ódýrari en í gæludýrabúðunum..

vona að einhver geti hjálpað mér með þetta.
kær kveðja,
Ína Sif.