Sæll, ég skila hann mjög vel köttinn að vilja komast út. Það er engin lausn að “gera” hann að inniketti, flestir kettir eiga ekki gott með að aðlagast slíku.
Ég hafði alltaf haft inniketti þar sem ég bjó í fjölbýli og fyrir nokkrum árum fékk ég kött sem greinilega leið ekki vel, var taugaveiklaður og bara ekki hamingjusamur einhverra hluta vegna. Svo fyrir tveimur árum flutti ég í einbýli og ákvað að prófa að hleypa honum út og kötturinn varð óþekkjanlegur gjörsamlega ! Hann varð svo kelinn og hamingjusamur, þá hafði innilífið bara ekki hentað honum. Svo er ég einnig með 9 ára læðu sem hafði alltaf verið inni og leið mjög vel og ákvað að prófa að hleypa henni út einnig. Hún fer aldrei langt í burtu frá húsinu og alls ekkert út ef það er of kalt og alltaf í stutta en marga útitúra.
Til að venja kött við að fara út eða eftir að hann hefur skipt um heimili skaltu kaupa þér katta ól sem þú hengir í hálsólina hjá kisunni. Þetta eru sérstaklega léttar ólar, grannar og langar. Síðan ferðu með kisu út í garð og lætur hann alveg ráða hvert er farið (nema kannski undir pall eða inn í tré :). Þetta skaltu gera öðru hvoru í eina, tvær vikur þannig að hann hafi farið í kringum húsið og aðeins í kring nokkrum sinnum. Með þessu ertu að leyfa honum að kynnast nánasta umhverfi sínu. EKKI skilja hann einan eftir fyrir utan bundinn í band, það gerir ekkert fyrir hann nema að hann reyni að ná ólinni af sér.
Endilega spurðu meira ef þú vilt fá að vita meira um þetta.
Kveðja,
IceCat
PS. Ekkert þýðir að fara að rífast um hvort kettir megi fara út eða ekki. Það er í rauninni bara eigandans að ákveða það. Eigandinn á að vita að með því að hleypa kisu út þá er sú hætta að einn daginn komi hann ekki heim aftur. Á móti kemur að við fáum yfirleitt hamingjusamari og hraustari dýr sem fara út.