Sæl, ég er með 9 ára gamla læðu sem hefur við nokkur vandamál að stríða. Síðastliðna hálfa árið eða svo hafa augun í henni dökknað. Þau eru reyndar ennþá kringlótt og stór eins og undirskál :) en þetta gula sem hefur alltaf verið heiðgult er komið með svona brúna flekki. Ætli þetta sé aldurinn eða breytt mataræði eða hvað, kannist þið vit þetta ?
Annað vandamál er að hún er að fitna aftur, ég bjó um tíma hjá ömmu með hana og þar var fiskur í hvert mál og hún var inniköttur þá. Hún fitnaði svo ofsalega að hún var hætt að geta þrifið á sér rassinn og var það ömurlegt, lykt og subbuskapur. Svo bý ég núna í einbýlishúsi og hún fer út reglulega en lítið upp á síðkastið þar sem hefur verið svo kalt. Ég sá að ég varð að gera eitthvað í þessari vitu og á ári eða svo þá grenntist hún úr ca. 9 kílóum í 6 og gat þrifið sig almennilega. Reyndar hangir vel á henni maginn en hann var allavega ekki fullur að fitu.
Núna hefur hún fitnað aftur allsvakalega og á erfitt með að þrífa sig. Ég er einnig með einn 6 mánaða og hef ég blandað saman Slim/light þurrmat og venjulegum fyrir aktíva ketti frá Royal canine. Þau fá einstöku sinnum túnfisk og mjólk en annars alltaf þurrmat og vatn en samt fitnar hún. Þetta er nánast sami matur og ég gaf henni þegar hún var í megrun því þá var ég með einn þriggja ára líka sem týndist í haust ;(.
Einhver ráð ? Ég á voða erfitt með að gefa þeim í sitt hvoru lagi og er það því útilokað, spurning er hvernig svona slim matur færi í þann 6 mánaða ef hann fengi hann eingöngu, er einhver með reynslu af þessu ?
Með von um góð ráð,
Kveðja,
IceCat