Þannig er að ég og kærastinn minn eigum 11 mánaða asískan tabby kött, stóran og æðislegan :)
Um helgina fór minn og keypti laser, kom heim og byrjaði að stríða kettinum, láta hann elta rauða blettinn eftir gólfinu og svona, kötturinn skemmti sér alveg konunglega þangað til við skinum rauða blettinum uppí loft, þá var kisi ekki ánægður, fyrst starði hann á það, opnaði munninn, tungan út og hann fór að gefa frá sér mjög skrítin hljóð, hálfgert mjálm/væl/jarm, og svo hvæsti hann.
Mjög fyndið reyndar, en mér finnst þetta hljóð svo skrítið, hann leikur sér að “veiða” leikfangamúsina og svona, en samt aldrei gefið þetta hljóð frá sér.
Hafið þið einhverja reynslu að þessu? Er þetta kannski bara veiði eðlið?
Endilega kommentið um þetta ;)
takk takk betababe
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…