Ottó litli var það “heppin” í gær að fá að fara í sitt fyrsta bað. (og vonandi það síðasta)
Málið er að það var verið að brjóta vegg í kjallaranum hjá okkur og þar með fyltist allur kjallarinn af ryki. Og forvitni Ottó auðvitað var þar og fylgdist með. Af eitthverjum ástæðum þá veltir hann sér alltaf á steypugólfi/stétt og nuddar sér öllum við gólfið. Og að sjálfsögðu var þetta skifti engin undantekning, nema að þarna var allt vaðandi í ryki.
Ottó breyttist úr Svörtum og hvítum ketti yfir í brúnan og gulan kött. Sem var bara doldið skondið at the time..
Ottó hefur greinilega þótt það eitthvað flott vegna þess að í tvo heila daga þá var hann enn svona.
Það var svoldið ógeðslegt að koma við hann greyið, mar þurti alltaf að þvo sér um hendurnar eftir það. Svo við prufuðum að ryksuga hann.. Ekki virkaði það. Svo við ákváðum að skella greyinu í smá bað.
Botnfyltum baðið af volgu vatni, Ottó voða kátur, vissi ekkert hvað var í vændum, settum hann svo rólega ofan í baðið.. Smá grátur, þar til byrjað var að sprauta á hann, þá breyttist gráturinn í öskur, bara öskur og aftur öskur, ekkert klór eða bít. *mont* :D Sápuðum hann með eitthverri lyktarlausri sápu.. og skoluðum af.
Tókum hann svo uppúr og þurkuðum honum
Og mikið var hann fegin að við skyldum hafa “bjargað” honum úr baðinu, hann byrjaði að mala og sleikja okkur. Hann var sko fljótur að gleyma að það hefðum verið við sem settum hann þarna ofaní til að byrja með.
Við þurkuðum það mesta og leyfðum honum svo að þurka sér sjálfur.
Eftir klukkutima þurk gafst hann upp og skreið í fangið á mér og byrjaði að sleikja á mér hökuna sem hann gerir ef honum líður vel :)
Svo láum við þarna undir flísteppi og horfðum á sjónvarpið í ca 2 tíma þar til minn var orðin ágætlega þurr og ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu lengur.
Svona eiga sko kisur að vera :))