Hæhæ öll.
Læðan á heimilinu er kettlingafull. Það er auðvitað bara kúl, en hvernig virkar svona fæðing? Þurfum við að hjálpa? Þarf ég að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir? Þarf ég að kaupa eitthvað sérstakt eða fara með hana aukalega til dýralæknis? Öll ráð eru vel þegin.
Ég var líka að spá sko.. það eru 2 högnar á heimilinu .. hvort þeir mundu alveg láta hana í friði (þeir eru mjög stríðnir) og líka litlu kettlingana þegar þeir koma. Ég er svo hrædd um að þeir fari bara að leika sér með krílin eða eitthvað. Þeir eru svo innilega heimskir og illa upp aldnir þó ég elski þá út af lífinu.
Og já … má bjóða einhverjum kettling eftir svona 3 mánuði? ;)
Þeir líta líklega svona út því mamman og pabbinn eru bæði grá.