ég fór með hundinn minn til dýralæknis sem er þarna í skipasundi. Þegar ég var á leiðinni heim keyrði ég framhjá tveimur konum þær voru við gangstéttar brúnina beygðu sig niður yfir eitthverju blóðugu, mér brá og snérni við til að gá hvort þeim vantaði hjálp.
Þegar betur var að gáð var þetta alblóðug lítil kisa. ég flýtti mér útúr bílnum, þá sagði konan mér að keyrt hafi verið á köttinn og sá sem keyrði á hann flýtti sér í burtu, ég sagði henni að dýralæknir væri fyrir neðan.
Konan hélt við kisunna svo henni liði betur.
Við gátum hvorugar farið með hann því við vorum báðar með hunda í bílnum og ekki færri það vel kisan irði bara svakalega stressuð og allt færi í hund og kött!
Við Hringdum í lögguna og hún reyndi að komast hjá því að koma, við þurftum að vera brjálaðar í síman svo löggan myndi drulla sér á staðin og hjálpa kisunni sem var mjög illa farin, hún gat ekki labbað. Ég reyndi ekki í það að labba með hana til dyralæknisins kisunnar vegna.
Svo loksins kom löggan og hún tók upp köttinn og fór með hann inn í bíl. síðan keyrðu þeir smástund af stað og hringdu eitthvað vissu ekkert hvert fara átti með slasað dýrið.
En spáið í þessu að keyra bara í burtu!! Hvert á maður að snúa sér þegar svona skeður?? hvert getur maður hringt? erfitt var að fá lögguna til að koma!