Kettir eru greindari en hundar. Þú gætir aldrei fundið átta ketti sem létu etja sér út í það að draga sleða í snjó. (Jeff Valdez)
Eins og allir kattaeigendur vita eiga kettir sig sjálfir. (Ellen Perry Berkeley)
Fyrir þúsundum ára voru kettir dýrkaðir eins og guðir. Þeir eru ekki búnir að gleyma því.
Einn köttur leiðir óhjákvæmilega til annars. (Ernest Hemingway)
Hundar koma þegar kallað er á þá. Kettir taka skilaboð og hafa samband síðar. (Mary Bly).
Hundar halda að þeir séu menn. Kettir halda að þeir séu guðir.
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. (Joseph Wood Krutch)
Það er aldrei sóun á tíma að verja honum með köttum. (Colette)
Fólk, sem þolir ekki ketti, á það fyrir höndum að fæðast sem mýs í næsta lífi. (Feith Resnick)
Köttur, sem vill fá morgunmat, gefur engin grið.
Á lífsleiðinni hef ég kynnst mörgum heimspekingum og mörgum köttum. Það er mun meira varið í speki kattanna. (Hippolyte Taine)
Það er jafn vonlaust að tjónka við tölvusérfræðinga og að hafa hemil á höpi af köttum. (Dave Platt)
Kettir efast aldrei um að þeir eigi heiminn. (Enskt orðatiltæki)
Kettir eru ekkert þrifnir. Þeir eru útataðir í hráka!! (Bruce Graham)
Ég losaði mig við manninn minn. Kötturinn var með ofnæmi fyrir honum.
Maðurinn minn sagði að ég yrði að velja á milli hans og kisunnar. Ég sakna hans nú stundum….
Fékk þetta sent í tölvupósti, veit ekki hver er höfundurinn af þessu, en mér fannst þetta pínu fyndið :)