Ég veit nú vel að það er ekkert allt illt í Kattholti, enda var ég ekkert að halda slíku fram. Ég er bara fegin að kettirnir hafa einhvern samastað yfir höfuð.
Þetta með að fá vinnuna, þá finnst mér nú lágmarksvirðing að vera á staðnum þegar manni er sagt að koma. Í a.m.k. eitt að þessum fjórum skiptum! Eða vera til staðar við símann í eitt af þessum 10-12 skiptum sem ég hringdi þangað. Mér fannst þetta bara ókurteisi og dónaskapur. Ef að vaninn er að taka ekki utanaðkomandi í vinnu þarna þá finnst mér lágmark að láta mann vita. Ég hreinlega bara gafstu upp á þessu liði.
Kötturinn sem amma týndi var eyrnamerktur og þar að auki mjög sérstakur í útliti. Því á ég mjög erfitt með að skilja hvers vegna slíkur köttur getur actually farið fram hjá fólki, hvort sem það eru viðvaningar, sjálfboðaliðar eða atvinnumenn. Og að láta ömmu koma 2-3svar uppeftir að kíkja á ketti sem voru ekki einu sinni eins á litinn (og konurnar þarna vorum með mynd af Jasmín, læðunni hennar ömmu). Hún var hvít með ljósgráar og ljósgular yrjur og hálfur persi. Og kettirnir sem að þeim fannst líkjast Jasmín voru stórir, feitir, brúnir, dökkgráir og sumir þeirra jafnvel FRESS! Ég meina, hvað er eiginlega að fólki???
Varðandi kettlinginn, þá var hann nokkurra mánaða þegar hún fékk hann. 7 mánaða ef ég man það rétt. Vissulega er erfitt að halda kettlingum inni, ég viðurkenni það, en ég ætla ekkert að rengja það sem vinkona mín segir, enda hefur hún átt fleiri ketti en þennan. Mínir hafa allir fengið að vera útikettir, þannig að ég hef aldrei átt í þessum vanda.
Ég er viss um það er gott fólk þarna og allt það sem er annt um ketti og alles… En miðað við þessar reynslusögur þá held ég að það vanti virkilega eitthvað í suma þarna. Eflaust ekki alla, en allavegna suma. Því miður og ég vona að þessi skoðun mín fari ekki fyrir brjóstið á þér, enda er hún ekki gegn neinum persónulega á nokkurn hátt. En ég er fegin að heyra að sumir hafi, þótt undarlegt megi virðast, góða reynslu af þessum stað og hrópa ég bara húrra fyrir því.
Bestu kveðjur,
divaa