11 og 12 Október verða 50. og 51. sýningar kynjakatta.
Þarna verða um 170 kettir af líklegast 16 tegundum og þeir sem hafa gaman af köttum ættu ekki að missa af þessu.
Fyrir þá sem þekkja bara þessa venjulega ketti er mjög gaman að mæta á svona sýningar og sjá hvernig kettir eru til á landinu og einnig sniðugt fyrir þá sem langar í hreinræktaðar kött en er kannski ekki viss um hvaða tegund það á að vera.
Þarna eru næstumþví allar kattartegundir til sýnis sem eru til á Íslandi og þarna verða kettlingar til sölu, hægt að tala við ræktandana til að fá að vita af væntanlegum gotum og jafnvel fá að vera á biðlista.
Svo eru nokkrar gæludýrabúðirnar með hellings afslátt á öllum sínum vörum og hægt að gera ótrúleg kaup á mat, sandi, klórum, dóti og öllu sem kattaeigandann vantar.

Markmiðið með sýningunum er að kettirnir keppa sín á milli og þurfa kettir að passa innan ákveðins “ramma” sem hefur verið fyrirfram ákveðin og fá stig eftir því hversu vel þeir eru með alla hluti í lagi. Þetta er s,s hálfgerð fegurðarsamkeppni katta.

Sýningarnar verða í reiðhöll Gusts sem er rétt fyrir ofan smáralindina (í hesthúsahverfinu) og er sýningin opin frá
10-17:30 báða dagana

Tegundirnar sem verða til sýnis mér vitanlega eru:

Persian

Exotic

Maine Coon

Norwegian Forest Cat

Ragdoll

Sacret Birman

Abyssinian

Somali

Bengal

British Shorthair

Cornish Rex

Balinese

Siamese

Oriental

Seychellois

Húskettir

Nánari upplýsingar eru á www.kynjakettir.is